Erlent

Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah

Palestínumenn í Ramallah sem voru að mótmæla átökunum á milli Fatah og Hamas hreyfinganna í dag.
Palestínumenn í Ramallah sem voru að mótmæla átökunum á milli Fatah og Hamas hreyfinganna í dag. MYND/AP

Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza.

Hann er háttsettasti einstaklingurinn sem rænt hefur verið í þessari öldu ofbeldis og mannrána á milli fylkinga Hamas og Fatah hreyfinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×