Kínastjórn kælir markaðinn á ný 4. júní 2007 09:46 Frá Kína. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira