Norska ríkið braut gegn börnum Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 19:00 Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum. Erlent Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira