Innlent

Afmælisstemning á Hrafnistu

Haldið er upp á 50 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík og 30 ára afmæli Hrafnistu í Hafnarfirði í dag, sjómannadag. Af þessu tilefni er efnt til hátíðardagskrár á báðum heimilunum. Núna klukkan tíu hóf Lúðrasveit Hafnarfjarðar blástur við andyri Hrafnistuheimilisins þar en formleg dagskrá hefst síðan klukkan korter í tvö og stendur fram eftir degi.

Á Hrafnistu í Reykjavík hefst dagskrá klukkan eitt þegar Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög. Fjölbreytt dagskrá verður fram á kvöld, en Ragnar Bjarnason mun þá koma og syngja í stóru tjaldi fyrir utan Hrafnistu í Reykjavík, þar sem boðið verður upp á grillmat og skemmtiatriði fyrir heimilsfólk og ættingja þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×