Erlent

Ástralir taka sig á í umhverfismálum

Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, tilkynnti í dag um mikla stefnubreytingu í loftslagsmálum. Hann ætlar sér að koma upp kvótakerfi á koltvíoxíði auk þess sem hann vill takmarka útblástur með lagasetningu fyrir árið 2012. Miðað við höfðatölu menga Ástralir einna mesta allra þjóða. 

Ástralía og Bandaíkin eru einu löndin sem hafa ekki samþykkt Kyoto samkomulagið. Þá lofaði Howard því að kvótakerfið yrði betra en það sem nú er í gildi í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×