Innlent

Framsókn nær ekki inn manni í Reykjavík-suður

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra nær ekki kjöri samkvæmt könnun Gallup. Hún er oddviti Framsóknar í Reykjavík-suður.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra nær ekki kjöri samkvæmt könnun Gallup. Hún er oddviti Framsóknar í Reykjavík-suður. MYND/Gunnar V. Andrésson

Framsóknarflokkurinn nær ekki inn kjördæmakjörnum þingmanni í Reykjavík-suður samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði á fylgi flokkana fyrir RÚV og Morgunblaðið. Þá ná hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin inn manni. Allir þessir þrír flokkar mælast í um fjórum prósentum sem er fjarri því að duga fyrir kjördæmakjörnum manni.

Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína umtalsvert í kjördæminu og fengi meira en helming kjördæmakjörinna þingmanna, eða fimm og mælist með 41 prósent atkvæða. Vinstri grænir eru næst stærstir með um 24 prósent og Samfylking með um 22 prósent. Báðir þessir flokkar fá samkvæmt þessu tvo þingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×