Erlent

Rússar hóta Köldu stríði

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. MYND/AFP
Rússar segjast ætla að bregðast við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Líklegt er að ef Rússar bregðist við hefjist nýtt vígbúnaðarkapphlaup á milli þjóðanna.

Rússar segjast ætla að uppfæra vopnabúr sitt í samræmi við getu eldflaugavarnarkerfisins. Einnig hafa þeir daðrað við að beina eldflaugum sínum að helstu stoðum væntanlegs kerfis Bandaríkjamanna.

Samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna hefur hrakað töluveruvert undanfarinn áratug. Rússar óttast að nýja eldflaugakerfið eigi eftir að koma í veg fyrir samstarf Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og þeirra.

Breska blaðið the Guardian skýrir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×