Stöndum vörð um Nónhæð 18. ágúst 2007 03:00 Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun