Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi 18. apríl 2007 13:41 Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum og vísaði til þess að verðbólga hefði lækkað lítillega í byrjun árs. Í ljósi þess að verðbólga jókst um 50 punkta á milli mánaða í mars hafa greinendur sagt að mikil þörf sé á stýrivaxtahækkun í landinu til að draga úr einkaneyslu og halda í við verðbólgudrauginn. Aukin verðbólga kom peningamálastjórn Englandsbanka mjög á óvart og varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir hækkuninni. Greinendur útiloka ekki að bankinn hækki stýrivexti frekar eða um allt að 50 punkta. Forsvarsmenn fyrirtækja taka í sama streng. Þeir vara hins vegar við 50 punkta hækkun og segja beinlínis hættulegt að hækka vextina svo mikið í einu. Slíkt geti haft slæm langtímaáhrif á afkomu fyrirtækja, þeirra sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum og vísaði til þess að verðbólga hefði lækkað lítillega í byrjun árs. Í ljósi þess að verðbólga jókst um 50 punkta á milli mánaða í mars hafa greinendur sagt að mikil þörf sé á stýrivaxtahækkun í landinu til að draga úr einkaneyslu og halda í við verðbólgudrauginn. Aukin verðbólga kom peningamálastjórn Englandsbanka mjög á óvart og varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir hækkuninni. Greinendur útiloka ekki að bankinn hækki stýrivexti frekar eða um allt að 50 punkta. Forsvarsmenn fyrirtækja taka í sama streng. Þeir vara hins vegar við 50 punkta hækkun og segja beinlínis hættulegt að hækka vextina svo mikið í einu. Slíkt geti haft slæm langtímaáhrif á afkomu fyrirtækja, þeirra sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira