Innlent

Unnur Svava sigrar í Raunveruleikum Landsbankans

Unnur Svava sigraði í Raunveruleiknum Landsbankans í ár. En verðlaunin voru veitt í þriðja sinn í dag. 1.627 nemendur í 10. bekk tóku þátt í leiknum. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur á netinu sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál.

Í upphafi leiks byrjar leikmaðurinn sem 20 ára ungmenni á leið út í lífið eftir framhaldsskóla. Leikmaður fær ákveðna byrjunarupphæð á bankareikning en líf hans er að öðru leyti óskrifað blað. Eftir að hafa mótað persónu sína, útlit, nafn og ákveðin persónueinkenni þarf að móta aðstæður t .d . í hvað skal eyða peningunum, hvað skal borða og hvort sækja skal um vinnu eða skrá sig í háskóla.

Sigurvegarinn í keppni einstaklinga í árið 2007 er Unnur Svava Sigurðardóttir nemandi í Hvassaleitisskóla. Sigurvegari í bekkjakeppninni er 10. bekkur í Tjarnarskóla, en sigurbekkurinn í fyrra kom einnig þaðan. Að auki fá Einar Lövdahl Gunnlaugsson úr Hagaskóla og Hrólfur Smári Pétursson úr Breiðholtsskóla, verðlaun fyrir annað og þriðja sætið í einstaklingskeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×