Innlent

Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna í London

Karl Sigurbjörnsson
Karl Sigurbjörnsson

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London. Biskup Íslands hefur þegið boð Rowan Williams, erkibiskups af Kantaraborg um að vera fulltrúi lútherskra kirkna er tilheyra Porvoo samkomulaginu við biskupsvígslu í Southwark dómkirkju fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi. Tilefnið er vígsla nýs biskups í Wolverhampton, sr. Clive Gregory.

Porvoo samkomulagið er samstarf engilsaxneskra kirkna á Bretlandseyjum, í Portúgal og á Spáni og Lútherskra kirkna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Sáttmáli um það var undirritaður fyrir tíu árum. Það gerir íslenskum prestum meðal annars kleyft að starfa í kirkjum annarra Porvoo landa. Samstarfið nær til fleiri þátta í lífi kirknanna og í samræmi við það er við hverja biskupsvígslu boðið fulltrúum hinna hefðanna að vera viðstaddir og taka þátt í vígslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×