Tónlist

Söngskólinn skorar á kóra

Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík, skorar á kóra og söngelskan almenning að mæta í söngveislu við skólann á menningarnótt.
Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík, skorar á kóra og söngelskan almenning að mæta í söngveislu við skólann á menningarnótt. MYND/stefán

Söngskólinn í Reykjavík og menningarnótt hyggjast efna til söngveislu á menningardaginn 18. ágúst, undir yfirskriftinni Syngjum saman við Söngskólann! Stefnt er að því að samfelld söngdagskrá verði í gangi við hús Söngskólans í Reykjavík, að Snorrabraut 54, frá 15 til 18.

„Við viljum fá Reykvíkinga til að koma og syngja með okkur,“sagði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans. Aðaláhersla verður lögð á að fá viðstadda til að hefja upp raust sína og taka þátt í fjöldasöng. „Við gerðum þetta í gamla daga þegar við vorum í Óperunni. Þá sungum við með borginni, það voru mörg þúsund manns á Arnarhóli og í Lækjargötu sem sungu saman,“ sagði Garðar. Óperukórinn, undir stjórn Garðars, mun ríða á vaðið og opna dagskrána, en þá tekur fjöldasöngur við.

Inn á milli munu kórar úr borginni syngja fyrir áheyrendur. „Söngskólinn skorar á alla kóra sem hafa áhuga og tækifæri til að mæta á svæðið til að koma og syngja tvö, þrjú lög fyrir okkur,“ sagði Garðar. Stjórnendur kóranna munu jafnframt aðstoða Garðar við stjórn fjöldasöngsins.

Við viljum fá Reykvíkinga til að koma og syngja með okkur,sagði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans. Aðaláhersla verður lögð á að fá viðstadda til að hefja upp raust sína og taka þátt í fjöldasöng. Við gerðum þetta í gamla daga þegar við vorum í Óperunni. Þá sungum við með borginni, það voru mörg þúsund manns á Arnarhóli og í Lækjargötu sem sungu saman,sagði Garðar. Óperukórinn, undir stjórn Garðars, mun ríða á vaðið og opna dagskrána, en þá tekur fjöldasöngur við.Inn á milli munu kórar úr borginni syngja fyrir áheyrendur. Söngskólinn skorar á alla kóra sem hafa áhuga og tækifæri til að mæta á svæðið til að koma og syngja tvö, þrjú lög fyrir okkur,sagði Garðar. Stjórnendur kóranna munu jafnframt aðstoða Garðar við stjórn fjöldasöngsins.

Söngskólinn óskar eftir því að áhugasamir kórar hafi samband, á songskolinn@songskolinn.is, til að fá nánari upplýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.