Innlent

110 milljarðar skipta um hendur

Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet.

Samkomulag mun hafa náðst um að Milestone, undir forystu Karl Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis og aðilar honum tengdir, selji alla hluti sína í Glitni. Þetta eru stærstu hluthafarnir fyrir utan FL Group. Kaupandi er Kaupþing banki en þar staldra bréfin stutt við því Kaupþing selur þau áfram til nýrra fjárfesta. Þeir eru Baugur og FL Group og félög og fjárfestar sem þeim tengjast.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið gengið frá samkomulagi um kaupin en rétt er að minna á að ekkert er fast í hendi fyrr en þau hafa gengið í gegn í Kauphöllinni á þriðjudag.

Mun þá væntanlega koma í ljós hvort áætlanir séu uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingar á yfirstjórn.

Í þessum tilfæringum öllum saman er um að ræða gríðarlegar upphæðir eða hlutabréf að verðmæti 110 milljörðum króna.

Milestone sem er í meirihlutaeigu Karls Wernersonar, leysir til dæmis um 50 milljarða króna hagnað og það er Íslandsmet af innlendri eign.

Til að setja það í samhengi fyrir almenna launþega má taka dæmi af manneskju sem fær fimm milljónir í árslaun. Sú væri ein 10.000 ár að vinna sér inn þá upphæð. Byrji hún núna að safna ætti hún sum sé að hafa unnið sér inn fimmtíu milljarða árið 12007




Fleiri fréttir

Sjá meira


×