Innlent

Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann

MYND/Vilhelm
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×