Erlent

Fyrrum fangar mega kjósa á ný

MYND/AFP
Yfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum hafa breytt lögum um borgaraleg réttindi fólks sem hefur verið dæmt fyrir glæpi. Hingað til máttu þeir sem höfðu verið dæmdir ekki kjósa, ekki vera í kviðdómi og máttu ekki sinna ýmsum störfum.

Réttindi dæmdra manna komust í sviðsljósið eftir forsetakosningarnar árið 2000 þegar margir sem höfðu engan dóm hlotið voru felldir af kjörskrám vegna mistaka í gagnabanka fangelsisyfirvalda.

Flórída er eitt af þremur ríkjum sem hafa þann hátt á að fyrrverandi fangar verða að virkja réttindi sín á ný sjálfir. Í flestum ríkjum er sá háttur hafður á að þeir fá borgaraleg réttindi sín aftur um leið og þeir hafa tekið út refsingu sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×