Byssa Saddams og Bush 4. janúar 2007 06:00 Blóðbaðið heldur áfram í Írak, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Menn halda þar áfram að murka lífið hver úr öðrum ár fram af ári, ættbálkur gegn bálki. Að baki ofbeldinu búa ævafornar hugsjónir um heiður, hefnd og sóma. Þessar hugmyndir þekkja Íslendingar vel, því að líf okkar í heiðnum sið og lengur líktist að ýmsu leyti lífinu í Írak og víðar um Austurlönd nær á okkar dögum. Við þekkjum þetta líf af eigin raun. Við höfum lesið fornsögurnar í sjö hundruð ár. Hallgerður langbrók lætur fremja tvö heiðursmorð strax á fyrstu síðum Njálu, og sagan dansar í blóði og eldi allt til enda. Þessi lífsstíll lagðist ekki af með kristnitökunni árið 1000, heldur með falli þjóðveldisins 1262. Heiftúðug átök um skiptingu auðs og gæða og gagnkvæm grimmdarverk urðu þjóðveldinu að falli. Ekkert lýðræðisskipulag þolir til lengdar þá skipan, að gæðum lífs og lands sé skipt milli fárra, það er gömul saga og ný, og mættu ýmsir nútímamenn hyggja að henni: Íslendingar, Rússar og aðrir. Nema þjóðveldið hrundi 1262, Norðmenn bundu enda á ófriðinn, en það kostaði þá samt enga umtalsverða fyrirhöfn, því að átökin milli forfeðra okkar höfðu dregið svo úr þeim þróttinn, að þeir lyppuðust niður. Ekki verður að svo stöddu séð, að sambærilegt máttleysi hafi enn gert vart við sig í Írak, enda er mikið af olíu þar í húfi. Hvernig ætli væri umhorfs á Íslandi núna eða í nálægum löndum, hefðu forfeður okkar haft yfir gereyðingarvopnum að ráða? Sinnepsgasi? Langdrægum kjarnaflaugum? Egill Skallagrímsson með atómsprengju? Norður-Kórea (2006) og Pakistan (1998) hafa nú náð að búa til kjarnavopn, og Íran er komið á fremsta hlunn. Næst á undan voru Indland (1974) og Ísrael (1979). Gömlu kjarnorkuveldin fimm eru Bandaríkin, Sovétríkin (nú Rússland), Bretland, Frakkland og Kína. Bandaríkin bera höfuðábyrgð á örri útbreiðslu kjarnavopna í einræðisríkjum þriðja heimsins, enda er herforingjastjórnin í Pakistan einn helzti bandamaður Bandaríkjanna í Vestur-Asíu. Pakistanar gerðu Norður-Kóreu kleift að búa til kjarnorkusprengjur í fyrra. Framganga Bandaríkjamanna í Írak veldur því, að héðan af virðist enginn mannlegur máttur geta aftrað því, að Íranar komi sér upp atómsprengjum, því að almenningur þar eins og í Pakistan heimtar sprengjur og engar refjar. Yfirvofandi ósigur Bandaríkjanna í Írak og brottför erlendra herja þaðan munu trúlega gefa ríkisstjórn Írans byr undir báða vængi innan lands og um allt svæðið. Forseti Írans segist stefna að því að eyða Ísraelsríki af yfirborði jarðar. Margir Ísraelsmenn taka hótunina alvarlega og eiga von á nýjum stríðsátökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Forsætisráðherra Ísraels hefur nýlega viðurkennt, óvart að því er virðist, að Ísraelsmenn eigi kjarnavopn. Friðarhorfurnar eru ekki góðar. Aftaka Saddams Hussein á gamlársdag virðist ekki heldur vel til þess fallin að stilla til friðar í Írak eða auka hróður Bandaríkjanna um heiminn. Aftakan er pínleg áminning um það, að Bandaríkin beita ennþá dauðarefsingum í stórum stíl eins og Kína og mörg önnur þriðjaheimsríki. Hin nýja ríkisstjórn Íraks hefði getað fylgt evrópskri fyrirmynd og bannað dauðarefsingar með lögum, en hún fór heldur að dæmi Bandaríkjanna. Pyndingar stríðsfanga, sýndarréttarhöld og símhleranir á vegum Bandaríkjastjórnar undangengin ár eru ekki heldur góð fyrirmynd handa nýfrjálsum ríkjum í þriðja heiminum. Bandaríkin virðast ekki lengur valda því forustuhlutverki, sem þau tóku sér eftir stríðslokin 1945. Á einkaskrifstofu Bush forseta í Hvíta húsinu er lítill skápur, þar sem forsetinn geymir grip, sem hann hefur yndi af að leika sér að og sýna gestum sínum. Ég sé fyrir mér sérsmíðaðan harðviðarskáp með silkiplussi að innan og glerhurð. Nema leikfangið í skápnum er skammbyssan, sem Saddam Hussein hafði hjá sér í holunni, sem bandaríski herinn svældi hann upp úr um árið. New York Times hefur oftar en einu sinni greint frá þessari byssu, og eigendaskiptunum. Það fylgir ekki sögunni, hvort forsetinn heimtaði að fá byssuna eða hvort herinn ákvað að gleðja forsetann að fyrra bragði með þessari litlu gjöf. Bandarísk lög kveða á um skráningu allra slíkra gjafa, skráin er opin blaðamönnum og öðrum, og þess vegna er vitað um byssuna í fórum forsetans. Þessi litla byssusaga um Bush forseta segir í rauninni allt, sem segja þarf um hann og feril hans í forsetaembætti. Hin nýja ríkisstjórn Íraks hefði getað fylgt evrópskri fyrirmynd og bannað dauðarefsingar með lögum, en hún fór heldur að dæmi Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Blóðbaðið heldur áfram í Írak, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Menn halda þar áfram að murka lífið hver úr öðrum ár fram af ári, ættbálkur gegn bálki. Að baki ofbeldinu búa ævafornar hugsjónir um heiður, hefnd og sóma. Þessar hugmyndir þekkja Íslendingar vel, því að líf okkar í heiðnum sið og lengur líktist að ýmsu leyti lífinu í Írak og víðar um Austurlönd nær á okkar dögum. Við þekkjum þetta líf af eigin raun. Við höfum lesið fornsögurnar í sjö hundruð ár. Hallgerður langbrók lætur fremja tvö heiðursmorð strax á fyrstu síðum Njálu, og sagan dansar í blóði og eldi allt til enda. Þessi lífsstíll lagðist ekki af með kristnitökunni árið 1000, heldur með falli þjóðveldisins 1262. Heiftúðug átök um skiptingu auðs og gæða og gagnkvæm grimmdarverk urðu þjóðveldinu að falli. Ekkert lýðræðisskipulag þolir til lengdar þá skipan, að gæðum lífs og lands sé skipt milli fárra, það er gömul saga og ný, og mættu ýmsir nútímamenn hyggja að henni: Íslendingar, Rússar og aðrir. Nema þjóðveldið hrundi 1262, Norðmenn bundu enda á ófriðinn, en það kostaði þá samt enga umtalsverða fyrirhöfn, því að átökin milli forfeðra okkar höfðu dregið svo úr þeim þróttinn, að þeir lyppuðust niður. Ekki verður að svo stöddu séð, að sambærilegt máttleysi hafi enn gert vart við sig í Írak, enda er mikið af olíu þar í húfi. Hvernig ætli væri umhorfs á Íslandi núna eða í nálægum löndum, hefðu forfeður okkar haft yfir gereyðingarvopnum að ráða? Sinnepsgasi? Langdrægum kjarnaflaugum? Egill Skallagrímsson með atómsprengju? Norður-Kórea (2006) og Pakistan (1998) hafa nú náð að búa til kjarnavopn, og Íran er komið á fremsta hlunn. Næst á undan voru Indland (1974) og Ísrael (1979). Gömlu kjarnorkuveldin fimm eru Bandaríkin, Sovétríkin (nú Rússland), Bretland, Frakkland og Kína. Bandaríkin bera höfuðábyrgð á örri útbreiðslu kjarnavopna í einræðisríkjum þriðja heimsins, enda er herforingjastjórnin í Pakistan einn helzti bandamaður Bandaríkjanna í Vestur-Asíu. Pakistanar gerðu Norður-Kóreu kleift að búa til kjarnorkusprengjur í fyrra. Framganga Bandaríkjamanna í Írak veldur því, að héðan af virðist enginn mannlegur máttur geta aftrað því, að Íranar komi sér upp atómsprengjum, því að almenningur þar eins og í Pakistan heimtar sprengjur og engar refjar. Yfirvofandi ósigur Bandaríkjanna í Írak og brottför erlendra herja þaðan munu trúlega gefa ríkisstjórn Írans byr undir báða vængi innan lands og um allt svæðið. Forseti Írans segist stefna að því að eyða Ísraelsríki af yfirborði jarðar. Margir Ísraelsmenn taka hótunina alvarlega og eiga von á nýjum stríðsátökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Forsætisráðherra Ísraels hefur nýlega viðurkennt, óvart að því er virðist, að Ísraelsmenn eigi kjarnavopn. Friðarhorfurnar eru ekki góðar. Aftaka Saddams Hussein á gamlársdag virðist ekki heldur vel til þess fallin að stilla til friðar í Írak eða auka hróður Bandaríkjanna um heiminn. Aftakan er pínleg áminning um það, að Bandaríkin beita ennþá dauðarefsingum í stórum stíl eins og Kína og mörg önnur þriðjaheimsríki. Hin nýja ríkisstjórn Íraks hefði getað fylgt evrópskri fyrirmynd og bannað dauðarefsingar með lögum, en hún fór heldur að dæmi Bandaríkjanna. Pyndingar stríðsfanga, sýndarréttarhöld og símhleranir á vegum Bandaríkjastjórnar undangengin ár eru ekki heldur góð fyrirmynd handa nýfrjálsum ríkjum í þriðja heiminum. Bandaríkin virðast ekki lengur valda því forustuhlutverki, sem þau tóku sér eftir stríðslokin 1945. Á einkaskrifstofu Bush forseta í Hvíta húsinu er lítill skápur, þar sem forsetinn geymir grip, sem hann hefur yndi af að leika sér að og sýna gestum sínum. Ég sé fyrir mér sérsmíðaðan harðviðarskáp með silkiplussi að innan og glerhurð. Nema leikfangið í skápnum er skammbyssan, sem Saddam Hussein hafði hjá sér í holunni, sem bandaríski herinn svældi hann upp úr um árið. New York Times hefur oftar en einu sinni greint frá þessari byssu, og eigendaskiptunum. Það fylgir ekki sögunni, hvort forsetinn heimtaði að fá byssuna eða hvort herinn ákvað að gleðja forsetann að fyrra bragði með þessari litlu gjöf. Bandarísk lög kveða á um skráningu allra slíkra gjafa, skráin er opin blaðamönnum og öðrum, og þess vegna er vitað um byssuna í fórum forsetans. Þessi litla byssusaga um Bush forseta segir í rauninni allt, sem segja þarf um hann og feril hans í forsetaembætti. Hin nýja ríkisstjórn Íraks hefði getað fylgt evrópskri fyrirmynd og bannað dauðarefsingar með lögum, en hún fór heldur að dæmi Bandaríkjanna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun