Innlent

Um 50 flugumferðarstjórar ráðnir í dag

Um fimmtíu flugumferðarstjórar, sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., óskuðu í dag eftir starfi þar. Þeir fyrstu mættu á vakt strax í morgun og viðbúnaðaráætlun var aflýst um hádegi. Flugumferðarstjórn er því komin í eðlilegt horf. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoðir náðu í gær samkomulagi eftir margra vikna deilur en hið opinbera hlutafélag, Flugstoðir, tóku við af Flugmálastjórn um áramótin. Sex flugumferðarstjórar voru komnir á biðlaun núna í janúar, þar á meðal formaður Félags flugumferðarstjóra, en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, mun það ekki valda vandkvæðum við ráðningar þeirra. Hún segir viðbúnaðaráætlunina hafa gengið vel við tilstuðlan þeirra starfsmanna sem stóðu vaktina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×