Þrátt fyrir að Ítalíumeistarar Inter séu með örugga forystu í deildinni heima þá hyggjast þeir styrkja sig enn frekar í janúar. Liðið stefnir á að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu og ætlar að bæta við sig einum til tveimur leikmönnum.
Meiðsli hafa herjað á Inter og til að mynda eru Dejan Stankovic og Walter Samuel í langtímameiðslum. Massimo Moratti, forseti Inter, segir að það þurfi að finna leikmenn til að fylla þeirra skörð.
„Ég bjóst ekki að bæta við leikmönnum í janúar en vegna meiðsla þá þurfum við að gera það," sagði Moratti. Hann sagði einnig að það væri verið að skoða leikmenn utan Ítalíu.