Innlent

Impregilo hafnar ásökunum verkamanna

Verktakafyrirtækið Impregilo, sem er að byggja Kárahnjúkavirkjun, vísar á bug ásökunum portúgalskra verkamanna um afleitar vinnuaðstæður, mengun í jarðgöngunum, launamismunun, of langan vinnutíma og slæman mat.

Í tilkynningu, sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi eru frásagnir portugölsku verkamannanna sagðar rangfærslur. Eins og fram er komið er sendiherra Portugals á Íslandi, sem býr í Noregi, væntanlegur til landsins til að kanna málið og Vinnumálastofnun ætlar líka að láta málið til sín taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×