Erlent

Bannaður á bar fyrir losun vinds

MYND/Getty

Karlmanni á fertugsaldri hefur verið bannað að sækja bar í Skotlandi. Ástæðan er sú að maðurinn leysir of oft vind með tilheyrandi látum og umhverfisáhrifum. Eigandi Thirsty Kirsty barsins í Fife segir að lyktin sé viðurstyggileg, og maðurinn öskri og veifi örmum svo allir finni lyktina þegar hann losar um vindganginn.

Maðurinn sjálfur, Stewart Laidlaw, er að vonum óánægður með ákvörðunina, en drykkjufélagi hans segir enga spurningu á því að óþef stafi af manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×