Erlent

Silfur í fatnaði stórhættulegt

Silfur finnst ekki bara í samkvæmisgöllum heldur líka í venjulegum sokkum.
Silfur finnst ekki bara í samkvæmisgöllum heldur líka í venjulegum sokkum.

Sænskir vísindamenn vara eindregið við silfurögnum sem finnast í margskonar fatnaði, þar sem þær geri penisilín óvirkt. Svíar hafa stöðvað sölu á plásturstegund frá Hansaplast, sem inniheldur silfur og yfirvöld vilja fá lista yfir vörur með silfurinnihaldi. Yfirlæknir og dósent í klínískri veirufræði við háskólann í Uppsölum, segir að málið sé alvarlegt.

Silfur finnst í ótrúlegustu hlutum. Þar má nefna sokka, hlaupaskó, farsíma, kæliskápa, þvottavélar og plástra. Silfrið á að fjarlægja bakteríur, en sænsku vísindamennirnir segja að það geti gert bakteríurnar ónæmar, meðal annars fyrir pensilíni. Það þýðir að penisilínmeðferð á margvíslegum bakteríusjúkdómum getur verið gagnslaus. Meðal sjúkdóma má nefna lungnabólgu, hálsbólgu, og kynsjúkdóma.

Danskur prófessor í örveirufræði við danska Landspítalann tekur undir áhyggjur starfsbræðra sinna. Hann vill losna við silfur úr vörum sem fólk hefur til dagslegs brúks. Í fyrsta lagi telur hann að það þjóni engum tilgangi í hönnun vörunnar, og í öðru lagi geti það haft neikvæð áhrif á penisilín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×