Fjölsmiðjan í útgerð 23. mars 2007 18:55 Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira