Erlent

Forseti Írans ekki til Bandaríkjanna

Íranar handtóku í dag 15 breska hermenn og enn hefur engin opinber yfirlýsing borist frá þeim vegna málsins. Hugsanlega tengist atvikið því að Ahmadinejad aflýsti för sinni.
Íranar handtóku í dag 15 breska hermenn og enn hefur engin opinber yfirlýsing borist frá þeim vegna málsins. Hugsanlega tengist atvikið því að Ahmadinejad aflýsti för sinni. MYND/AFP

Forseti Írans, Mahmoud Amhadinejad, hefur aflýst ferð sinni til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin voru of lengi að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fylgdarlið hans. Sendiherra Íran hjá Sameinuðu þjóðunum, Javad Zarif, skýrði frá þessu í kvöld. „Forsetinn kemur ekki." sagði Zarif við fréttamenn í kvöld.

Hann sagði hins vegar að utanríkisráðherra Írans, sem hefði fengið vegabréfsáritun, myndi reyna að komast til New York í tíma til þess að ávarpa öryggisráðið en það mun greiða atkvæði um nýjar refsiaðgerðir gegn Íran á morgun.


Tengdar fréttir

Bretar heimta sjóliða sína aftur

Bretar hafa krafist þess að Íranar láti strax lausa fimmtán breska sjóliða sem þeir handtóku þegar þeir voru við venjubundið eftirlit um borð í flutningaskipi undan ströndum Íraks. Bretarnir veittu enga mótspyrnu þegar írönsk flotasveit dreif að þegar þeir voru á leið frá skipinu á gúmmíbátum sínum. Skipið sem þeir voru að skoða var í Íraskri landhelgi.

Íranar handtaka breska sjóliða úti fyrir ströndum Íraks

Íranski sjóherinn hneppti í morgun 15 breska hermenn í varðhald eftir aðgerðir úti fyrir ströndum Íraks. Eftir því sem breska varnarmálaráðuneytið greinir frá í yfirlýsingu voru hermenn í Konunglega breska sjóhernum að ljúka venjubundnu eftirliti í kaupskipi úti fyrir ströndum Íraks þegar íranski herinn umkringdi báta þeirra og knúði þá til að sigla yfir í landhelgi Írans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×