Barist fyrir framtíð TÞM 9. janúar 2007 09:30 Guðmundur Ingi Þorvaldsson Guðmundur vonast til að flestir láti sjá sig á baráttutónleikunum á laugardaginn. MYND/Rósa Næstkomandi laugardag verða haldnir baráttutónleikar fyrir framtíð Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er með starfsemi að Hólmaslóð 2 í Reykjavík. Félagsmenn Félags um Tónlistarþróunarmiðstöð eru um 750 talsins og æfa þar að jafnaði 250 til 300 manns tónlist og aðrar listir, þar á meðal fimmtíu hljómsveitir. Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð miðstöðvarinnar vegna peningaleysis og með tónleikunum ætla tónlistarmenn að hvetja hið opinbera til að gera eitthvað róttækt í málinu. Reykjavíkurborg bjargaði nýverið rekstrinum fyrir horn um sinn með því að strika út fasteignagjöld síðasta árs upp á um þrjár milljónir. En betur má ef duga skal. Að sögn Guðmundur Inga Þorvaldssonar leikara, tónlistarmanns og stjórnarmanns í félaginu, er Tónlistarþróunarmiðstöðin enn skilgreind sem atvinnu- og iðnaðarhúsnæði en ætti frekar að vera skilgreind sem tómstundahús. „Við höfum fengið 11,2 milljónir frá yfirvöldum síðastliðin fimm ár en þar af hafa 4,8 verið í formi endurgreiðslu á fasteignagjöldum. Eftir standa um 135 þúsund krónur á mánuði sem við fáum til dagslegs reksturs. Þessi starfsemi er hins vegar rekin með hundruð þúsunda króna tapi á mánuði og við getum bara ekki haldið þessu áfram mikið lengur. Það verður eitthvað að gerast því við getum ekki verið að reka þetta með halla,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi starfsemi er búin að sanna gildi sitt svo um munar. Ég er búinn að æfa þarna síðan húsið var opnað og það hefur ekki enn verið stolið frá mér snúru. Þarna geta ungir tónlistarmenn æft sig undir eftirliti og leiðsögn og labbað síðan tuttugu metra og haldið tónleika endurgjaldslaust,“ segir hann. „Það er mikilvægt að það sé til svona samfélag með miðlun á reynslu og forvarnargildi. Blómlegt tónlistarlíf og glæsilegar Airwaves-hátíðir eru hvorki tilviljun ein né náttúruundur heldur afrakstur ötuls starfs frumkvöðla sem eiga það skilið að á þá sé hlustað.“ Tónleikarnir verða haldnir frá klukkan 16.30 til 22 á laugardaginn. Þar verður starfsemin kynnt og félagsmenn munu stíga á svið. Á meðal þeirra verða Lay Low, My Summer as a Salvation Soldier, Benny Crespo"s Gang, I Adapt og Changer. Aðgangseyrir er enginn. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Næstkomandi laugardag verða haldnir baráttutónleikar fyrir framtíð Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er með starfsemi að Hólmaslóð 2 í Reykjavík. Félagsmenn Félags um Tónlistarþróunarmiðstöð eru um 750 talsins og æfa þar að jafnaði 250 til 300 manns tónlist og aðrar listir, þar á meðal fimmtíu hljómsveitir. Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð miðstöðvarinnar vegna peningaleysis og með tónleikunum ætla tónlistarmenn að hvetja hið opinbera til að gera eitthvað róttækt í málinu. Reykjavíkurborg bjargaði nýverið rekstrinum fyrir horn um sinn með því að strika út fasteignagjöld síðasta árs upp á um þrjár milljónir. En betur má ef duga skal. Að sögn Guðmundur Inga Þorvaldssonar leikara, tónlistarmanns og stjórnarmanns í félaginu, er Tónlistarþróunarmiðstöðin enn skilgreind sem atvinnu- og iðnaðarhúsnæði en ætti frekar að vera skilgreind sem tómstundahús. „Við höfum fengið 11,2 milljónir frá yfirvöldum síðastliðin fimm ár en þar af hafa 4,8 verið í formi endurgreiðslu á fasteignagjöldum. Eftir standa um 135 þúsund krónur á mánuði sem við fáum til dagslegs reksturs. Þessi starfsemi er hins vegar rekin með hundruð þúsunda króna tapi á mánuði og við getum bara ekki haldið þessu áfram mikið lengur. Það verður eitthvað að gerast því við getum ekki verið að reka þetta með halla,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi starfsemi er búin að sanna gildi sitt svo um munar. Ég er búinn að æfa þarna síðan húsið var opnað og það hefur ekki enn verið stolið frá mér snúru. Þarna geta ungir tónlistarmenn æft sig undir eftirliti og leiðsögn og labbað síðan tuttugu metra og haldið tónleika endurgjaldslaust,“ segir hann. „Það er mikilvægt að það sé til svona samfélag með miðlun á reynslu og forvarnargildi. Blómlegt tónlistarlíf og glæsilegar Airwaves-hátíðir eru hvorki tilviljun ein né náttúruundur heldur afrakstur ötuls starfs frumkvöðla sem eiga það skilið að á þá sé hlustað.“ Tónleikarnir verða haldnir frá klukkan 16.30 til 22 á laugardaginn. Þar verður starfsemin kynnt og félagsmenn munu stíga á svið. Á meðal þeirra verða Lay Low, My Summer as a Salvation Soldier, Benny Crespo"s Gang, I Adapt og Changer. Aðgangseyrir er enginn.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira