Innlent

Verjendur olíuforstjóra mótmæltu ákæru í morgun

Forstjórarnir þrír, Kristinn Björnsson, Geir Magnússon og Einar Benediktsson við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Forstjórarnir þrír, Kristinn Björnsson, Geir Magnússon og Einar Benediktsson við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. MYND/Stöð 2

Verjendur olíuforstjóranna þriggja, sem Ríkissaksóknari ákærir fyrir ólöglegt verðsamráð, mótmæltu ákærunni við þingfestingu hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Þeir kröfðust þess að ákærunni yrði vísað frá dómi og að allur sakarkostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Þeir rökstyðja mál sitt í mörgum liðum og segja meðal annars að verknaðarlýsing sé óskýr varðandi hlut ákærðra í meintu broti, ákæran sé ekki reist á viðhlítandi rannsókn sakargifta og útgáfa ákæru í málinu sé andstæð jafnréttisreglu stjórnarskrárinnar.

Þeir Einar Benediktsson, Kristinn Björnsson og Geir Magnússon vildu ekki tjá sig við fjölmiðla að birtingu ákærunnar lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×