Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára 9. janúar 2007 09:21 Kauphöll Lundúna í Bretlandi. Mynd/AFP Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira