Erlent

Hvíta húsið gagnrýnir Chavez

Chavez sést hér vinstra megin á myndinni.
Chavez sést hér vinstra megin á myndinni. MYND/AP

Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur.

„Við höfum séð yfirlýsingu Chavez. Við höfum líka séð afleiðingar af þjóðvæðingu fyrirtækja annars staðar og venjulega skila aðgerðir sem þessar ekki tilætluðum efnahagslegum umbótum."sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisstofnunnar Hvíta hússins. „Ef bandarísk fyrirtæki verða fyrir einhverjum áhrifum vegna þessara aðgerða, búumst við við því að þeim verði bætt tjón sitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×