Fjarlægjumst enn norrænt matarverð 9. janúar 2007 18:41 Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira