Erlent

iPhone á markað í sumar í BNA

Hinn nýji iPhone frá Apple, sem var kynntur á ráðstefnu Apple í dag, mun verða kominn í búðir í júní í Bandaríkjunum og fyrir jól í Evrópu. Tvær gerðir verða í boði, annars vegar fjögurra gígabæta sem mun kosta 499 dollara, eða um 36 þúsund íslenskar krónur, og hins vegar átta gígabæta útgáfu sem mun kosta um 599 dollara, eða um 43 þúsund íslenskar krónur.

Síminn mun einnig verða búinn Google Maps, vefvafra, tölvupósti, bluetooth, WiFi (sem þýðir að hann geti tengst netinu þráðlaust) tónlistarspilara og vídeóspilara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×