Erlent

Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA

Kerry safnaði 294 milljónum dollara árið 2004 og búist er við því að hann ætli að bjóða sig fram á ný.
Kerry safnaði 294 milljónum dollara árið 2004 og búist er við því að hann ætli að bjóða sig fram á ný. MYND/AP

Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra.

Sumir spá því að helstu frambjóðendur eigi eftir að fara yfir 100 milljón dollara markið á þessu ári og jafnvel fara fram úr John Kerry og George Bush, en þeir söfnuðu 292 og 254 milljónum dollara hver fyrir forsetakosningarnar 2004.

Það hversu öflugir frambjóðendur eru að safna fjármunum hefur verið talinn mælikvarði á það hversu snjallir þeir eru. Frambjóðendur geta annað hvort fengið styrki frá hinu opinbera en þurfa þá að sætta sig við þak á fjármuni sem þeir nota.

Hins vegar geta þeir ekki tekið þátt í því og þá er ekkert þak á þeim. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum veðja á að flestir eigi eftir að fara þá leið til þess að auka líkur sínar á sigri, bæði í forvali flokka sinna og síðan forsetakosningunum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×