Innlent

Norræna slitnaði frá bryggju

MYND/Vísir

Litlu munaði að illa færi þegar ferjan Norræna slitnaði frá bryggju í ofsaveðri á Seyðisfirði á sjötta tímanum í morgun og rak nokkur hundruð metra út á fjörðinn áður en áhöfninninni tókst að ræsa aðalvélar og snúa skipinu upp i veðrið. Síðan var skipinu siglt út á fjörðinn og heldur þar sjó.

Skipið var bundið með eitthvað á annan tug öflugra landfesta,en að sögn sjónarvotta sliltnuðu þær allar eins og tvinni í mjög hvassir hviðu. Um 200 farþegar eru um borð og áhöfnin telur nokkra tugi, en engin er í hættu úr því sem komið er. Skipið á að halda frá Seyðisfirði síðdegis,og á það eftir að taka talsverðan farm fyrir brottför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×