Fótbolti

Edu: Við erum ekki hræddir við Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski miðjumaðurinn Edu hjá Valencia, sem áður lék í fjögur ár með Arsenal, segir spænska liðið alls ekki hrætt við Chelsea fyrir leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Edu er meiddur og getur ekki tekið þátt í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn Extra klukkan 18:30.

"Valencia mun sýna sterku liði Chelsea mikla virðingu. Við vitum að Chelsea er mjög sterkt lið - en erum við hræddir við þá? Alls ekki. Það þýðir ekkert að ætla að spila fótbolta ef þú ert hræddur við andstæðingana. Hér vita allir af styrk Chelsea, því allir á Spáni fylgjast með enska boltanum. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er líka ein af ástæðunum fyrir því að leikmenn bera virðingu fyrir Chelsea, því hann er frábær stjóri," sagði Edu.

"Við vitum að við eigum möguleika á að vinna Chelsea eftir að við slógum Inter úr keppni og ég held að möguleikarnir séu þeir sömu, en það er eins og Valencia spili alltaf betur eftir því sem mótherjinn er sterkari," sagði Brasilíumaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×