Innlent

Lögregla á þyrlu tekur þrjá ökumenn fyrir utanvegaakstur

Lögreglan á Hvolsvelli fékk fréttir af utanvegaakstri inni á friðlandi í gær og fóru lögreglumenn á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, inn að Álftavatni þar sem þrír ökumenn voru staðnir að því að aka utan vega að sögn lögreglunna á Hvolsvelli.

Ökumenn bifreiðanna, sem voru á þremur jeppum, verða kærðir og er málið í frekari rannsókn. Mál þetta kom upp eftir að landverðir höfðu tilkynnt atvikið til lögreglu.

Lögreglan á Hvolsvelli mældi auk þess nálega 50 ökumenn á akstri yfir hámarkshraða um helgina, sá sem hraðast fór var á 140 kílómetra hraða. Sá ökumaður þarf að greiða 90 þúsund krónur í sekt og fær að auki þrjá punkta í ökuferilsskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×