Málið upplýst - morðinginn svipti sig lífi 29. júlí 2007 15:34 MYND/365 Árásarmaður mannsins sem skotinn var til bana á Sæbrautinni í morgun svipti sig lífi á Þingvöllum tæpri klukkstund eftir árásina. Í fórum mannsins fannst bréf og skotvopn sem tengir hann við skotárásina. Fórnarlambið hóf fyrir stuttu samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir líklegt að fórnarlambið hafi verið að skipta um dekk á bíl sínum þegar árásarmaðurinn skaut hann í brjóstið úr .22 kalibera riffli. Sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og fór með hann að Laugardalslaug. Vakthafandi læknir á slysadeild Landspítalans sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að maðurinn hafi ekki reynst vera með lífsmark þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Endurlífgunaraðgerðir stóðu yfir í rúman klukkutíma án árangurs. Maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkan eitt í dag. Hann var íslenskur og fæddur árið 1972. Árásarmaðurinn fannst látinn í bifreið sinni um eittleytið í dag við Almannagjá á Þingvöllum. Allt bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Í bílnum fann lögreglan skotvopn og bréf sem tengja hann við málið. Hann var íslenskur og fæddur árið 1969. Fram kom á blaðamannafundinum að fórnarlambið hafi fyrir stuttu hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Tengdar fréttir Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56 Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34 Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23 Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Árásarmaður mannsins sem skotinn var til bana á Sæbrautinni í morgun svipti sig lífi á Þingvöllum tæpri klukkstund eftir árásina. Í fórum mannsins fannst bréf og skotvopn sem tengir hann við skotárásina. Fórnarlambið hóf fyrir stuttu samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir líklegt að fórnarlambið hafi verið að skipta um dekk á bíl sínum þegar árásarmaðurinn skaut hann í brjóstið úr .22 kalibera riffli. Sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og fór með hann að Laugardalslaug. Vakthafandi læknir á slysadeild Landspítalans sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að maðurinn hafi ekki reynst vera með lífsmark þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Endurlífgunaraðgerðir stóðu yfir í rúman klukkutíma án árangurs. Maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkan eitt í dag. Hann var íslenskur og fæddur árið 1972. Árásarmaðurinn fannst látinn í bifreið sinni um eittleytið í dag við Almannagjá á Þingvöllum. Allt bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Í bílnum fann lögreglan skotvopn og bréf sem tengja hann við málið. Hann var íslenskur og fæddur árið 1969. Fram kom á blaðamannafundinum að fórnarlambið hafi fyrir stuttu hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst.
Tengdar fréttir Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56 Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34 Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23 Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56
Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34
Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23
Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17