Stefna að því að koma á fót alhliða brjóstameinastöð Björn Gíslason skrifar 13. september 2007 15:37 Verkefni þeirra Herdísar og Jóhönnu hefur fengið nafnið Lífstré. Tveir hjúkrunarfræðingar vinna að því að koma á fót brjóstameinamiðstöð hér á landi þar sem konum sem greinast með brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma í brjóstum og aðstandendum þeirra verður boðið upp á alla þjónustu, allt frá greiningu til loka meðferðar.Það eru hjúkrunarfræðingarnir Herdís Jónasdóttir og Ingibjörg Hreiðarsdóttir sem eiga hugmyndina að miðstöðinni en þær auglýsa í Morgunblaðinu í dag eftir þátttakendum í rannsókn þar sem kanna áhuga kvenna og aðstandenda þeirra á slíkri þjónustu.Að sögn Herdísar kviknaði hugmyndin að brjóstameinastöð hjá þeim Ingibjörgu fyrir fjórum árum en slíkar stöðvar eru vel þekktar erlendis. Þær hafa unnið þróunarvinnu frá þeim tíma og fyrir um ári stofnuðu þær félagið Lífstré utan um verkefnið. „Þetta verður stöð sem mun bjóða upp á allt, allt frá greiningu á sjúkdómum til loka meðferðar. Þar á meðal verður heimaþjónusta og endurhæfing á líkama og sál," segir Herdís.Ekki gagnrýni á núverandi þjónustuHerdís tekur skýrt fram að í hugmyndinni felist ekki gagnrýni á núverandi þjónustu. Vel sé staðið að þessum málum hér á landi en alltaf megi gera betur, til að mynda í þjónustu við aðstandendur. „Við viljum að allir sem sjúkdómurinn snertir fái góða þjónustu," segir Herdís. Aðspurð segir Herdís að hugmyndin hafi verið kynnt fyrir tveimur síðustu heilbrigðisráðherrum, Siv Friðleifsdóttur og Jóni Kristjánssyni, en þær eigi enn eftir að ræða við Guðlaug Þór Þórðarson, nýjan heilbrigðisráðherra.Rannsóknin sem kynnt er í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag snýst um það hvort hugmynd þeirra Herdísar og Ingibjargar samræmist hugmyndum þeirra kvenna, sem greinst hafa með krabbamein, og aðstandenda þeirra um þjónustu vegna sjúkdómsins. Óskað er eftir þátttakendum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti hálfu ári eða aðstandendum þeirra. Óskað er eftir 210 þátttakendum. Herdís segir að þverfaglegt teymi taki viðtölin vegna rannsóknarinnar, bæði konur sem greinst hafi með krabbamein, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk sem unnið hafi í málaflokknum.Hugmyndin að gera þjónustusamning við ríkiðHerdís á von á niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir í febrúar eða mars og þá verði haldið áfram með að þróa hugmyndina. Þær Ingibjörg hafi ákveðnar hugmyndir um það hvar reisa megi miðstöðina. Stöðin verður einkahlutafélag en Herdís segir hugmyndina þá að gera þjónustusamning við ríkið þannig að einstaklingar sem þjónsutunnar njóta greiði ekki meira en þeir gera í dag fyrir sambærilega þjónustu.Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru beðnir um að hafa samband við Herdísi í síma 694-3250 eða Ingibjörgu í síma 694-6939. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Tveir hjúkrunarfræðingar vinna að því að koma á fót brjóstameinamiðstöð hér á landi þar sem konum sem greinast með brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma í brjóstum og aðstandendum þeirra verður boðið upp á alla þjónustu, allt frá greiningu til loka meðferðar.Það eru hjúkrunarfræðingarnir Herdís Jónasdóttir og Ingibjörg Hreiðarsdóttir sem eiga hugmyndina að miðstöðinni en þær auglýsa í Morgunblaðinu í dag eftir þátttakendum í rannsókn þar sem kanna áhuga kvenna og aðstandenda þeirra á slíkri þjónustu.Að sögn Herdísar kviknaði hugmyndin að brjóstameinastöð hjá þeim Ingibjörgu fyrir fjórum árum en slíkar stöðvar eru vel þekktar erlendis. Þær hafa unnið þróunarvinnu frá þeim tíma og fyrir um ári stofnuðu þær félagið Lífstré utan um verkefnið. „Þetta verður stöð sem mun bjóða upp á allt, allt frá greiningu á sjúkdómum til loka meðferðar. Þar á meðal verður heimaþjónusta og endurhæfing á líkama og sál," segir Herdís.Ekki gagnrýni á núverandi þjónustuHerdís tekur skýrt fram að í hugmyndinni felist ekki gagnrýni á núverandi þjónustu. Vel sé staðið að þessum málum hér á landi en alltaf megi gera betur, til að mynda í þjónustu við aðstandendur. „Við viljum að allir sem sjúkdómurinn snertir fái góða þjónustu," segir Herdís. Aðspurð segir Herdís að hugmyndin hafi verið kynnt fyrir tveimur síðustu heilbrigðisráðherrum, Siv Friðleifsdóttur og Jóni Kristjánssyni, en þær eigi enn eftir að ræða við Guðlaug Þór Þórðarson, nýjan heilbrigðisráðherra.Rannsóknin sem kynnt er í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag snýst um það hvort hugmynd þeirra Herdísar og Ingibjargar samræmist hugmyndum þeirra kvenna, sem greinst hafa með krabbamein, og aðstandenda þeirra um þjónustu vegna sjúkdómsins. Óskað er eftir þátttakendum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti hálfu ári eða aðstandendum þeirra. Óskað er eftir 210 þátttakendum. Herdís segir að þverfaglegt teymi taki viðtölin vegna rannsóknarinnar, bæði konur sem greinst hafi með krabbamein, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk sem unnið hafi í málaflokknum.Hugmyndin að gera þjónustusamning við ríkiðHerdís á von á niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir í febrúar eða mars og þá verði haldið áfram með að þróa hugmyndina. Þær Ingibjörg hafi ákveðnar hugmyndir um það hvar reisa megi miðstöðina. Stöðin verður einkahlutafélag en Herdís segir hugmyndina þá að gera þjónustusamning við ríkið þannig að einstaklingar sem þjónsutunnar njóta greiði ekki meira en þeir gera í dag fyrir sambærilega þjónustu.Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru beðnir um að hafa samband við Herdísi í síma 694-3250 eða Ingibjörgu í síma 694-6939.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira