Ricky Hatton kominn með nýtt viðurnefni 6. júní 2007 13:33 Castillo og Hatton mætast í Las Vegas þann 23. júní og verður bardaginn í beinni á Sýn NordicPhotos/GettyImages Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. "Þetta gælunafn er alls ekki ætlað til að stíða Castillo á nokkurn hátt og það tengist því ekki að hann sé frá Mexíkó. Málið er að ég á marga aðdáendur í Mexíkó og á líka vini þaðan eins og Marco Antonio Barrera. Ég er aðeins að reyna að stækka aðdáendahóp minn í Mexíkó með nýja gælunafninu og ætla inn í hringinn með sombrero-hatt og axlaslá," sagði Hatton léttur í bragði og bætti við að hann ætlaði aðeins að nota nýja gælunafnið í þessum eina bardaga. Hatton hefur alla tíð getið sér gott orð fyrir að vera drengur góður og þar að auki mikill háðfugl. Hann hefur beðið vin sinn Wayne Rooney að halda á meistarabeltunum sínum þegar hann gengur inn í hringinn í Las Vegas síðar í þessum mánuði, en óvíst er hvort Rooney tekur það í mál - því það mun hann þá gera undir laginu "Blue Moon" sem er stuðningsmannalag Manchester City. Hatton er stuðningsmaður City, en Rooney spilar sem kunnugt er með erkifjendunum í United. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Erlendar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. "Þetta gælunafn er alls ekki ætlað til að stíða Castillo á nokkurn hátt og það tengist því ekki að hann sé frá Mexíkó. Málið er að ég á marga aðdáendur í Mexíkó og á líka vini þaðan eins og Marco Antonio Barrera. Ég er aðeins að reyna að stækka aðdáendahóp minn í Mexíkó með nýja gælunafninu og ætla inn í hringinn með sombrero-hatt og axlaslá," sagði Hatton léttur í bragði og bætti við að hann ætlaði aðeins að nota nýja gælunafnið í þessum eina bardaga. Hatton hefur alla tíð getið sér gott orð fyrir að vera drengur góður og þar að auki mikill háðfugl. Hann hefur beðið vin sinn Wayne Rooney að halda á meistarabeltunum sínum þegar hann gengur inn í hringinn í Las Vegas síðar í þessum mánuði, en óvíst er hvort Rooney tekur það í mál - því það mun hann þá gera undir laginu "Blue Moon" sem er stuðningsmannalag Manchester City. Hatton er stuðningsmaður City, en Rooney spilar sem kunnugt er með erkifjendunum í United. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Erlendar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira