Ginobili óstöðvandi 8. desember 2007 11:40 Manu Ginobili sýndi hvers hann er megnugur í sigri San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA. NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA.
NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum