3 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Afganistan eftir að 41 hið minnsta týndi lífi í sjálfsvígssprengjuárás norður af höfuðborginni Kabúl í gær. Í fyrstu var óvíst hversu margir hefðu týnt lífi - jafnvel talið að látnir væru nærri 100.
Árásin eru sú mannskæðasta í landinu síðan fjölþjóðlegt herlið - undir forystu Bandaríkjamanna - gerði innrás 2001 og steypti stjórn Talíbana.
Meðal þeirra sem týndu lífi í árásinni í gær voru 6 afganskir þingmenn. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga en fjölmargir særðust í árásinni - þar af margir lífshættulega.
Karzai, forseti Afganistans, segir sérfræðinga þegar á vettvangi til að rannsaka ódæðið - þeim seku verði refsað. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð.