Erlent

Mótmæli ef neyðarlög ekki afnumin

Guðjón Helgason skrifar

Stjórnarandstæðingar í Pakistan köstuðu í morgun niður stríðshanskanum og skoruð á Musharraf forseta landsins að afnema neyðarlög sem hann setti um síðustu helgi. Umfangsmikil mótmæli verða boðuð á næsta þriðjudag gangi hann ekki að kröfunni.

Helstu stjórnarandstæðingar funduðu í Íslamabad í morgun og ræddu stöðu mála. Meðal fundarmanna var Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr sjálfskipaðri útlegð í síðasta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til höfuðborgarinnar í rúm 8 ár.

Misvísandi fréttir berast frá flokksbræðrum forsetans um hve lengi neyðarlög eigi að vera í gildi. Sumir flokksmenn segja örfáar vikur og að þingkosningar verði í janúar eins og áætlað hafi verið. Aðrir segja að neyðarlög gildi um óákveðin tíma og vilja fresta kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×