Erlent

Belgía að klofna

Óli Tynes skrifar
Frá Brussel.
Frá Brussel.

Stjórnarkreppan í Belgíu dýpkaði enn í dag þegar Vallónar stormuðu út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir.

Flæmingjar sem tala hollensku eru um 60 prósent af íbúum landsins. Vallónar sem tala frönsku eru um 40 prósent.

Þeir búa einkum í hinum fátækari suðurhluta landsins og Flæmingjar eru orðnir þreyttir á að borga með þeim. Með því að breyta kjördæmaskipan eru tugþúsundir Vallóna sviptir möguleika á að greiða atkvæði með frönsku-fylgjandi flokkum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Flæmingjar neyta aflsmunar til að fá í gegn breytingar á kjördæmaskipan. Hún myndi mjög styrkja stöðu þeirra á þinginu.

Menn velta því fyrir sér hvort þetta sé síðasti naglinn í líkkistu Belgiska ríkisins. Það á að vísu eftir að leggja málið formlega fyrir þingið, en líkast til verður það samþykkt þar.

Stjórnarkreppa hefur verið í Belgíu í rúma fimm mánuði, eftir þingkosningar sem fram fóru í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×