Körfubolti

Stórleikur í Hólminum í kvöld

Hlynur Bæringsson og félagar taka á móti Keflvíkingum í kvöld
Hlynur Bæringsson og félagar taka á móti Keflvíkingum í kvöld Mynd/Daníel

Annari umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvogi og Keflvíkingar eiga fyrir höndum erfiða ferð í Stykkishólm þar sem liðið mætir Snæfelli.

Snæfelli var spáð gott gengi í deildinni í vetur en liðið tapaði nokkuð illa fyrir Njarðvíkingum í fyrsta leik sínum í deildinni. Keflvíkingar unnu hinsvegar mjög sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík og því er ljóst að hart verður barist í Hólminum í kvöld.

Viðureignin í Grafarvogi er ekki síður áhugaverð, en þar eru nýliðar Stjörnunnar í eldlínunni. Stjarnan vann fyrsta leik sinn í úrvalsdeildinni á dögunum með því að skella Skallagrími nokkuð óvænt á heimavelli, en Fjölnismenn steinlágu á sama tíma fyrir KR.

Vísir mun fylgjast með gangi mála í IE deildinni í kvöld, en þá fara einnig fram fjórir leikir í 1. deildinni og þá má sjá hér fyrir neðan.

18:30 Höttur - Reynir Sandgerði

19:15 Breiðablik - Haukar

20:00 Ármann/Þróttur - KFÍ

20:00 Valur - Þór Þorlákshöfn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×