Föðurmorðingjar aftur á ferð Guðjón Helgason skrifar 19. október 2007 19:05 Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi. Benazir Bhúttó var fagnað við heimkomuna í gær eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. Fjölmennt var nærri bílaest hennar í Karachi í gærkvöldi þegar tvær spreningar urðu. Minnst 130 lágu í valnum og fjölmargir særðir. Bhúttó sjálfa sakaði ekki. Sprengjuárásin ein sú mannskæðasta í sögu landsins. Vitað var að líf forsætisráðherrans fyrrverandi væri í hættu enda mörg samtök herskárra múslima hótað að myrða hana eftir ummæli um stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum. Engir hafa lýst ódæðinu á hendur sér en lögreglu grunar að einn maður hafi verið að verki - fyrst hafi hann hent handsprengju að bílalestinni og síðan sprengt sig í loft upp. Bhúttó segist tilræðismennina hafa auðsýnt heigulsskap. Slík árás hefði ekki verið gerð fyrr gegn stjórnmálaleiðtoga í Pakistan. Enginn sannur múslimi gæti hafa staðið að baki ódæðinu því það stríddi gegn trúnni að myrða konur og saklaust fólk. Bhúttó sjálf segist sannfærð um að stuðningmenn Mohammeds Zia-ul-Haq, fyrrverandi einræðisherra Pakistans, hafi verið að verki. Herforingjastjórn hans var við völd í níu ár - eða þar til herforinginn fórst í flugslysi 1988. Zia-ul-Haq bolaði föður Bhútto, Zulfikar Ali Bhúttó, forsætisráðherra, frá völdum 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Ljóst er að spennan á eftir að magnast í Pakistan næstu misserin - en kosið verður til þings í janúar. Bhúttó sækist þá eftir forsætisráðherraembættinu. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi. Benazir Bhúttó var fagnað við heimkomuna í gær eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. Fjölmennt var nærri bílaest hennar í Karachi í gærkvöldi þegar tvær spreningar urðu. Minnst 130 lágu í valnum og fjölmargir særðir. Bhúttó sjálfa sakaði ekki. Sprengjuárásin ein sú mannskæðasta í sögu landsins. Vitað var að líf forsætisráðherrans fyrrverandi væri í hættu enda mörg samtök herskárra múslima hótað að myrða hana eftir ummæli um stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum. Engir hafa lýst ódæðinu á hendur sér en lögreglu grunar að einn maður hafi verið að verki - fyrst hafi hann hent handsprengju að bílalestinni og síðan sprengt sig í loft upp. Bhúttó segist tilræðismennina hafa auðsýnt heigulsskap. Slík árás hefði ekki verið gerð fyrr gegn stjórnmálaleiðtoga í Pakistan. Enginn sannur múslimi gæti hafa staðið að baki ódæðinu því það stríddi gegn trúnni að myrða konur og saklaust fólk. Bhúttó sjálf segist sannfærð um að stuðningmenn Mohammeds Zia-ul-Haq, fyrrverandi einræðisherra Pakistans, hafi verið að verki. Herforingjastjórn hans var við völd í níu ár - eða þar til herforinginn fórst í flugslysi 1988. Zia-ul-Haq bolaði föður Bhútto, Zulfikar Ali Bhúttó, forsætisráðherra, frá völdum 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Ljóst er að spennan á eftir að magnast í Pakistan næstu misserin - en kosið verður til þings í janúar. Bhúttó sækist þá eftir forsætisráðherraembættinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira