Erlent

Auglýsingaskilti skelfa Bostonbúa

Blikkandi skilti voru sett upp víða í Bandaríkjunum, en í Boston voru sum þeirra með víravirki í kring.
Blikkandi skilti voru sett upp víða í Bandaríkjunum, en í Boston voru sum þeirra með víravirki í kring. MYND/AP

Lögreglan í Boston handtók í gær tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina, en skiltin þóttu minna á sprengjur. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita, og truflanir urðu á umferð.

Talið er að viðbúnaðurinn hafi kostað borgina allt að 50 milljónum íslenskra króna.

Auglýsingaskiltin áttu að vekja athygli á teiknimyndaseríu sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network, og var mönnunum tveimur sleppt þegar sakleysi þeirra kom í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×