Erlent

Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo

Frá Kosovo.
Frá Kosovo.

Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu.

Íbúar Kosovo eru um tvær milljónir talsins og 90 prósent þeirra eru af albönskum uppruna. Þeir leggja ofuráherslu á að fá fullt sjálfstæði. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna síðan 1999, þegar Slobodan Milosevits neyddist til þess að kalla serbneskar hersveitir frá héraðinu, eftir ellefu vikna loftárásir NATO.

Serbar líta á Kosovo sem sögulega vöggu þjóðarinnar og ólíklegt að þeir samþykki nokkru sinni að héraðið fái sjálfstæði.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×