Viðskipti erlent

Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext

Við eina af kauphöllum Euronext.
Við eina af kauphöllum Euronext. Mynd/AFP

Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng.

Zalm lagði á það áherslu að bandarísk lög næðu ekki yfir starfsemi Euronext, sem rekur kauphallir víða í Evrópu, meðal annars í Amsterdam í Hollandi. Verði að tryggja sjálfstæði kauphallarinnar gagnvart bandarískum lögum og muni verða gripið til aðgerða brjóti NYSE og bandarísk fjármálalög í bága við reglurnar.

Á meðal aðgerða sem hann greindi frá fela meðal annars í sér kaup hollenska ríkisins á hlutabréfum í Euronext með það fyrir augum að ná manni í stjórn kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×