Erlent

Bardagar geysa í Ramadi

MYND/AP

Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum.

Fregnir bárust af því snemma morguns að bandarísk herþyrla hefði verið skotin niður og sagði talsmaðurinn að verið væri að staðfesta þær sögur. Það væri þá þriðja herþyrlan sem uppreisnarmenn skjóta niður á síðastliðnum tveimur vikum.

Ný skýrsla frá bandarísku leyniþjónustunni sem kom út í dag fullyrti að meira yrði að gera til þess að stöðva ofbeldið í Írak. Í henni kom einnig fram að bandarískir hermenn og nærvera þeirra í Írak væri ennþá mikilvæg og að ótímabær brottflutningur þeirra gæti leitt til enn verri ástands í Írak en í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×