Viðskipti erlent

Samdráttur hjá Chevron

Ein af stöðvum Chevron í Bandaríkjunum.
Ein af stöðvum Chevron í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára.

Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er lækkun á eldsneytisverði. Mestu munar hins vegar um aukinn rekstrarkostnað í kjölfar olíuleka í Alaska sem olli því að Chevron varð að kaupa hráolíu af öðru fyrirtæki. Þá dróst olíuframleiðsla fyrirtækisins saman um 83 prósent eftir að Hugo Chavez tók við forsetaembætti Venesúela í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×