Innlent

Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð

Jón Sigurðsson heldur hér ræðu sína á Sprotaþingi 2007 í Laugardalsholl í dag.
Jón Sigurðsson heldur hér ræðu sína á Sprotaþingi 2007 í Laugardalsholl í dag. MYND/Vísir
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag.

Í sjóðinn myndu renna auðlindagjöld en það eru gjöld sem eru tekin fyrir leyfi og nýtingu auðlinda í þjóðareigu. Jón nefndi sem dæmi að íbúar Alaska í Bandaríkjunum högnuðust vel á þess konar fyrirkomulagi þar sem þeir fengu árlega eingreiðslu úr sjóðnum.

„Ég tel að auðlindasjóður eigi að geta tekið virkan þátt í eflingu þess nýsköpunar- og sprotakerfis sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri arðinum af auðlindum Íslendinga varið til að byggja hér undir framtíðarárangur, og auk þess geta beinar greiðslur til almennings, þegar þannig ber undir, orðið öflug samfélagsstoð." útskýrði Jón.

Með sprotafyrirtækjum er átt við fyrirtæki sem hafi innan við 50 starfsmenn, ársveltu innan við 500 milljónir, byggja starfsemi sína á sérhæfðri þekkingu og verja meira en tíu prósent af veltu sinni í rannsóknir og þróunarstarfsemi.

Ræðu Jóns í heild sinni er hægt að nálgast hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×