Innlent

Átök innan Framtíðarlandsins

 

Átök eru innan stjórnar Framtíðarlandsins um hvort ráðist verður í framboð á vegum félagsins fyrir alþingiskosningar í vor. Félagsmenn koma væntanlega saman á fundi á Hótel Loftleiðum á þriðjudagskvöldið til að ræða framboðsmálin. Á þriðja þúsund félagar eru í Framtíðarlandinu.

Ósk Vilhjálmsdóttir einn talsmanna framboðshópsins sem hefur starfað innan vébanda félagsins, segir að hópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að umhverfismál verði ekki á dagskrá í þessum kosningum nema fleiri græn framboð komi fram. Vinstri grænir séu frábær kostur fyrir vinstri sinnaða umhverfissinna, Samfylkingin hafi unnið gott starf uppá síðkastið en sé því miður ekki nema að hálfu leyti græn. Þannig þurfi að vera til framboð sem leggi megináherslu á umhverfismál en sé ekki jafn langt til vinstri og VG. Málið var rætt á lokuðum félagsfundi Framtíðarlandsins í gær og voru mjög skiptar skoðanir. Ekki er ljóst hvort samstaða næst um að ljúka málinu á þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×