Erlent

Svört framtíðarsýn

Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag.

Vísindamenn segja daginn í dag marka þau tímamót að ekki sé lengur spurt hvort loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Skýrslan er ekki löng, 21 blaðsíða, en er sú ítarlegasta sem gerð hefur verið um loftslagsmál hingað til. Að henni komu 2500 vísindamenn frá 130 löndum, og tók gerð hennar sex ár.

Fullyrt er að útblástri gróðurhúsalofttegunda, af mannavöldum megi kenna um hækkandi hitastig, banvænar hitabylgjur, flóð, þurrka og aukning hvirfilbylja og hitabeltisstorma. Það sem býður mannkyns á þessari öld, fari sem horfir, eru enn alvarlegri afleiðingar.

Enn má gera ráð fyrir að hitastig hækki, um allt að 6,4 gráður á þessari öld. Að sjávartborð hækki um allt að 58 sentímetra sem hefði gríðarlega alvarlega afleiðingar í för með sér. Fyrir þá sem búa á norðurhveli jarðar vekur sérstaka athygli að meiri líkur en minni eru taldar að ísbreiðan í Norðuríshafi muni bráðna.

Þjóðarleiðtogar eru hvattir til að koma sér saman um langtímaáætlun sem miði að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, en hlutfall þeirra í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 650.000 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×